AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Aðalfundur AFLs 2018 samþykkir verulega hækkun sjúkradagpeninga

adalf2018

Á aðalfundi AFLs sl. laugardag var samþykkt að hækka hlutfall sjúkradagpeninga af viðmiðunarlaunum í 85% og síðan 90% um næstu áramót. Jafnframt að hámarksupphæð dagpeninga að viðbættum sjúkradagpeningum TR gætu orðið 900.000 á mánuði.

Fundinn, sem haldinn var á Hótel Héraði á Egilsstöðum, sóttu um 50 félagsmenn eða heldur færri en síðustu ár. Ekki bárust önnur framboð til stjórnar en tillaga uppstillinganefndar og var hún því sjálfkjörin.  Kosið var um 3 meðstjórnendur en á næsta ári verður kosið um formann og þrjá meðstjórnendur.

Sjóðir félagsins komu allir út með lítilsháttar afgang nema verkfallssjóður.