AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Hjördís endurkjörinn formaður AFLs

HjordisVefÁ aðalfundi AFLs Starfsgreinafélags í gær var Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir endurkjörinn formaður AFLs.  Hjördís hefur verið formaður félagsins frá stofnun þess 2007 en var áður formaður Vökuls Stéttarfélags sem var eitt stofnfélaga AFLs.

Auk hennar var kosið um sæti þriggja stjórnarmanna í aðalstjórn og fjögurra varamanna.  Kosningu í aðalstjórn hlutu Auður Ingibjörg Brynjarsdóttir, Guðlaugur Þröstur Bjarnason og Sverrir Kristján Einarsson. Í varastjórn voru kosin þau Auður Ágústsdóttir, Ásdís Helga Jóhannsdóttir, Sara Atladóttir og Kristján Eggert Guðjónsson.

Skúli Hannesson sem setið hefur í stjórn félagsins um árabil gaf ekki kost á sér og voru honum þökkuð góð störf.

Stjórn félagsins er skipuð 11 félagsmönnum og eru sjö þeirra kosnir á aðalfundum en fjórir stjórnarmanna eru kjörnir af deildum félagsins. Á aðalfundum eru kjörnir fjórir stjórnarmenn annað árið og þrír hitt árið og kjörtímabil stjórnarmanna eru tvö ár.  

Á fundinum var ársreikningur vegna ársins 2020 lagður fram til samþykktar.  Afkoma félagsins var ásættanleg en tekjutap félagsins er metið á 70 - 100 milljónir vegna samdráttar á félagssvæðinu v. Covid 19.  Félagssjóður og Orlofssjóður komu báðir út með afgangi en lítilsháttar halli var á Sjúkrasjóði.

Fundurinn var að þessu sinni á Hótel Framtíð á Djúpavogi.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi