AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Hvernig viðheldur maður réttindum í atvinnuleysi.

Í umræðunni um atvinnuleysi og líkum á því að einhverjir muni missa vinnuna á næstunni í kjölfar ástandsins í efnahagsmálum er rétt að benda fólki á það að þegar sótt er um atvinnuleysisbætur er umsækjanda það í sjálfsvald sett hvort hann óski eftir því að greiða félagsgjald eða ekki. Með því að greiða félagsgjald viðheldur félagsmaðurinn réttindum sínum hjá félaginu og þar með réttindum í sjóðum félagsins. Sjóðir félagsins eru sjúkrasjóður, orlofssjóður og hlutdeild í menntasjóði. Sjóðir þessir taka þátt í ýmsum kostnaði í formi styrkja,  hægt að fá greidda sjúkradagpeninga, hluta menntunarkostnaðar endurgreiddan og ódýra orlofskosti. Sjá viðkomandi síður.
Sama á við um umsókn í fæðingarorlof en þar þarf einnig að merkja við að umsækjandi vilji að félagsgjöld séu dregin af greiðslum.

Með því að greiða ekki félagsgjald tapast því mikilvæg réttindi

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi