AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Séreignarsparnaður

Vörsluaðilum séreignarsparnaðar er nú heimilt að greiða rétthöfum allt að 1 milljón króna samanlagt óháð því hvort séreignarsparnaðurinn er í vörslu hjá fleiri en einum vörsluaðila. Heimilt er því á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. október 2010 að hefja útborgun innstæðu séreignarsparnaðar rétthafa, ásamt vöxtum, að fjárhæð allt að kr. 1.000.000.

Útgreiðsla dreifist á 9 mánuði, ef heildarúttekt er 1 milljón króna sem þýðir tæplega 70.000 krónur á mánuði eftir staðgreiðslu skatta. Ef úttektin er lægri styttist útgreiðslutíminn hlutfallslega. Útgreiðslan skerðir ekki barnabætur, vaxtabætur né atvinnuleysisbætur.

Í lögunum eru ekki sett sérstök skilyrði fyrir úttektarheimildinni. "Hins vegar má gera ráð fyrir að þessi kostur höfði fyrst og fremst til þeirra sem eiga í einhverjum fjárhagsvandræðum, í ljósi þess hversu verðmætt sparnaðarform séreignarsparnaðurinn er fyrir velflesta" segir m.a. í athugasemdum með frumvarpi þessara nýju laga.

Óski rétthafi eftir útgreiðslu skal hann leggja fram umsókn til síns sjóðs.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi