AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Frumkvöðlasetur Austurlands ehf.

Frumkvöðlasetur Austurlands hefur það markmið að skapa einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum  þekkingarumhverfi, aðstöðu og umgjörð til að vinna að nýsköpun, athugunum, áætlunum og rannsóknum.

Aðstaðan
Frumkvöðlasetrið er með aðsetur í þekkingarsetrinu Nýheimum, Höfn í Hornafirði.   Nýheimar er ný sérhönnuð bygging þar sem lögð er áhersla á að innleiða nýja hugsun, tækni og vinnubrögð í menntun, menningarmálum,  þróunarstarfi og nýsköpun  sem nýtist við  styrkingu atvinnulífs á svæðinu. Byggt er á þverfaglegum vinnubrögðum notkun upplýsingatækni og sveigjanlegu rými sem auðvelt er að laga að síbreytilegum kröfum.

Frumkvöðlasetrið er með sérstaka álmu í Nýheimum og hefur yfir að ráða sérhönnuðum skrifstofuherbergjum ætluðum fyrir frumkvöðla, fyrirtæki og stofnanir.  Í frumkvöðlasetrinu er sameiginleg móttaka og fundaraðstaða. Allir aðilar sem fá inni á setrinu, fá aðgang að sameiginlegri aðstöðu í Nýheimum.


Þjónustan
Frumkvöðlasetrið veitir frumkvöðlum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf og aðstoðar við að koma á samskiptum við sérfræðinga þar sem það á við.  Þeir frumkvöðlar sem fá aðstöðu á setrinu fá eigið herbergi með síma, tölvu, tölvutengingu og skrifstofuhúsgögnum.

Frumkvöðlasetrið er með skrifstofuaðstöðu fyrir aðila s.s. vísindamenn og námsmenn, sem eru að vinna að verkefnum, rannsóknum, athugunum og / eða ráðgjöf.

Frumkvöðlasetrið veitir faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf til aðila utan setursins og aðstoðar við að koma á samskiptum við sérfræðinga þar sem það á við.

Frumkvöðlasetrið er leiðbeinandi varðandi fjármögnun verkefna og viðskiptahugmynda og veitir upplýsingar um lánastofnanir, sjóði og styrki.

Frumkvöðlasetrið tekur að sér að stýra verkefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Frumkvöðlasetrið er með mjög öflugt tengslanet og í nánu samstarfi við starfsmenn;  Þróunarstofu Austurlands, Impru, Iðntæknistofnunar, Matís ohf., Útflutningsráðs Íslands, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Byggðastofnunar og annarra þjónustustofnana atvinnulífsins.

Hvernig hafa menn samband við Frumkvöðlasetrið?
Hægt er að heimsækja Frumkvöðlasetrið í Nýheimum, Litlubrú 2 Höfn Hornafirði, eða fara inn á heimasíðu félagsins www.fruma.is . Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá framkvæmdastjóra í síma 470 8080, farsíma: 891 8080 eða netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Frumkvöðlasetur Austurlands

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi