AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Þekkingarnet Austurlands

Þekkingarnet Austurlands var stofnað með samningi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, og Fræðslunets Austurlands, sem undirritaður var í Þekkingarsetrinu á Egilsstöðum í mars 2006.

Þekkingarnet Austurlands er sjálfseignarstofnun, formlega stofnuð 13. júní 2006 á grunni Fræðslunets Austurlands sem stofnað var 30. október 1998. Starfssvæði er allt Austurland, frá Skeiðará í suðri að Langanesi í norðri.

Meginmarkmið með starfi Þekkingarnets Austurlands er:

• að bæta aðgengi íbúa Austurlands að háskólanámi, símenntun.
• styrkja með því jákvæða byggðaþróun.

Verkefni Þekkingarnets Austurlands:

• ÞNA veitir upplýsingar um nám og tækni.
• ÞNA miðlar háskólanámi, kynnir námið, þjónustar fjarnema og hefur umsjón með prófum.
• ÞNA skipuleggur námskeið á fjölmörgum sviðum.
• ÞNA veitir ráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga.
• ÞNA tekur þátt í þróunarverkefnum með samstarfsaðilum.

Þekkingarnet Austurland rekur Háskólanámssetur ÞNA á Egilsstöðum samkvæmt sérstökum samningi við Menntamálaráðuneytið. Auk þess tekur ÞNA þátt í rekstri námsvera á nokkrum stöðum á Austurlandi í samstarfi við framhaldsskóla og sveitarfélög.

Þekkingarnet Austurlands er samstarfsvettvangur fræðslustofnana, atvinnulífs og sveitarfélaga. Það er hins vegar ekki skóli heldur er það tengiliður milli þeirra aðila sem sinna formlegri háskólakennslu og þeirra sem bjóða upp á símenntun og fullorðinsfræðslu annars vegar og hins vegar einstaklinganna, fyrirtækja og stofnana á Austurlandi.

Þekkinganet Austurlands kynnir, miðlar og skipuleggur nám sem einstaklingar og fyrirtæki í fjórðungnum kunna að þurfa og óska eftir hverju sinni. Það leggur á ráðin með ýmiss konar faghópum sem vilja bæta við þekkingu sína, um lengra eða styttra nám, útbýr sérvalin námskeið eftir óskum og sér um undirbúning þeirra, s.s. útvegun kennara, húsnæðis o.fl

Þekkingarnet Austurlands kemur á framfæri óskum íbúa Austurlands við samstarfsaðila sína og getur einnig haft frumkvæði að námsframboði.

AFL Starfsgreinafélag var einn stofnaðila Fræðslunets Austurlands á sínum tíma og tók einnig þátt í stofnun Þekkingarnetsins. Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs situr í stjórn Þekkingarnetsins og veitir starfshópi um símenntun forstöðu. AFL og Þekkingarnetið hafa átt mikið og gott samstarf á liðnum árum og hefur félagið falið ÞNA (FNA) umsjón námskeiða félagsins.

Tenglar:
Þekkingarnet Austurlands

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi