AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Fjölmennur formannafundur SGS

thumb_fundur_rvk_4_febrStarfsgreinasamband Íslands hélt formannafund í gær þar sem m.a. var fjallað um ástand í efnahagsmálum og stöðu kjaramála en fyrir liggur að samkvæmt núgildandi kjarasamning eiga að koma til framkvæmda launahækkanir 1. mars.

Á fundinum í gær voru þau Jóna Járnbrá, formaður Verkamannadeildar, Ásgeir Sigmarsson, varaformaður deildarinnar, Hjördís Þóra formaður AFLs, og Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri félagsins, fulltrúar AFLs.

Fyrir liggja hugmyndir um að fresta fyrirhugaðri launahækkun fram á sumar m.a. þar sem óttast er að hækkunin verði í raun greidd af launafólki með skerðingu vinnutíma og uppsögnum yfirborgana en að meiri líkur séu á að hækkunin haldi komi hún til framkvæmda síðar þegar atvinnulífið hefur náð áttum og ný ríkisstjórn tekið við.

Í samræmi við niðurstöður af 44 vinnustaðafundum er forysta AFLs hefur staðið fyrir síðustu dagana kynntu fulltrúar AFLs sjónarmið félagsmanna er einkum felst í því að samningurinn standi eins og hann var samþykktur í atkvæðagreiðslunni í febrúar sl. og ennfremur að öll umræða um kaup og kjör verði fyrir opnum tjöldum og það verði félagsmenn verkalýðsfélaganna sem taki ákvarðanir með atkvæðagreiðslum, komi til þess að forysta verkalýðshreyfingarinnar vilji samþykkja óskir launagreiðenda um frestun hækkana.

Formannafundur SGS var fjölmennur og fjallaði auka umræðna um kjaramála einnig um aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að málefnum atvinnulausra og efnahagsmál almennt. Fram kom í máli þeirra er til máls tóku að mikil þörf er á að launafólk standi saman á komandi mánuðum og að standa verður vörð um grunngildi velferðarþjóðfélagsins.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi