AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Lög um vinnustaðaskírteini

Alþingi samþykkti á fundi sínum 11. maí sl. ný lög um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Markmið laganna er að tryggja að atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Vinnustaðaskírteinunum er sérstaklega ætlað að auðvelda eftirlit með því að starfsmenn njóti þeirra kjara og réttinda sem þeim ber og koma í veg fyrir ólöglega háttsemi á íslenskum vinnumarkaði. Í lögunum segir um gildissvið þeirra: „Samtök aðila vinnumarkaðarins skulu semja nánar um það í kjarasamningum sín á milli til hvaða atvinnugreina og starfa innan þeirra lög þessi taka til á hverjum tíma. Skulu þeir kjarasamningar sem og aðrir samningar sem gerðir eru milli aðila um nánari framkvæmd laga þessara gilda um alla atvinnurekendur sem starfa innan þeirra atvinnugreina á innlendum vinnumarkaði sem tilgreindar eru í samningum aðila.“ Af hálfu Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur verið unnið að samningi um innleiðingu laganna á almennum vinnumarkaði.  Samningur milli þessara aðila liggur fyrir í öllum helstu efnisatriðum og er stefnt að undirritun hans 15. júní nk. Samhliða verður gerð grein fyrir efni samningsins og hvernig staðið verður að framkvæmdinni af hálfu þessara samtaka. Af hálfu ASÍ og SA liggur eftirfarandi fyrir :·     Samningurinn mun taka gildi 15. ágúst 2010.

·     Vinnustaðaskírteinin munu til að byrja með ná til byggingastarfsemi, mannvirkjagerðar, reksturs gistihúsa og veitingareksturs.

·     Opnaður verður sérstakur vefur 15. júní nk. www.skirteini.is, þar sem verða helstu upplýsingar um lögin um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum, samning ASÍ og SA og framkvæmd hans.Sérstök áhersla verður í upphafi lögð á að upplýsa fyrirtæki í framangreindum atvinnugreinum um réttindi þeirra og skyldur og leiðbeiðna þeim um góða framkvæmd.Að lokum skal áréttað að frekari kynning á vinnustaðaskírteinunum og framkvæmdinni samkvæmt samningum ASÍ og SA verður aðgengileg 15. júní nk.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi