AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka!

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Tími aðgerða runninn upp!

Aðgerðastjórn fyrirhugaðs verkfalls bræðslumanna á Austurlandi og í Vestmannaeyjum fundaði í gær. Á fundinum var farið yfir aðstæður við hverja verksmiðju og skipulagt hvernig tekið yrði á tilraunum til verkfallsbrota. Þá var og rætt um að óska þess af öðrum verkalýðsfélögum að sett yrði löndunarbann á uppsjávarfiskiskip á meðan verkfallinu stendur.

Aðgerðarhópur bræðslumanna í AFLi og Drífanda sendi í gær bréf til stjórna og trúnaðarráða verkalýðsfélagann á Akranesi og Þórshöfn en á báðum þessum stöðum eru starfræktar fiskimjölsverksmiðjur en ekki hefur verið boðað til aðgerða hjá viðkomandi félögum.

Í bréfi aðgerðarhópsins er farið fram á að efnt verði til atkvæðagreiðslna um samúðarverkföll í þessum verksmiðjum.

Trúnaðarmenn AFLs og Drífanda skipulögðu á fundi sínum í gær verkfallsvörslu og m.a. mun mannskapur í bræðslunum skipta með sér verkum þannig að þær bræðslur þar sem helst má búast við átökum í, fær viðbótarmannskap til verkfallsvörslu frá hinum verksmiðjunum. Þá verða fulltrúar félaganna til taks á Suðvesturhorninu til að takast á við tilraunir útgerðanna til að landa þar og ennfremur verða fulltrúar félaganna til staðar á Þórshöfn til að fylgjast með málum þar.

Talið var í atkvæðagreiðslu bræðslumanna í AFLi og Drífanda í gær og hljómaði tilkynning kjörstjórnar eftirfarandi:

Starfsfólk í fiskimjölsverksmiðjum á Austurlandi og í Vestmannaeyjum, félagsmenn Starfsgreinasambandsfélaganna Afls á Austurlandi og Drífanda í Vestmannaeyjum, hefur samþykkt að boða til verkfalls 7. febrúar n.k. í fiskimjölsverksmiðjum á Vopnafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Hornafirði og tveimur bræðslum í Vestmannaeyjum.

 

Alls voru 75 starfsmenn á kjörskrá en 73 greiddu atkvæði.  61 greiddu atkvæði með verkfalli eða 83,5% til að knýja á um gerð kjarasamnings. 5 voru á móti, 1 atkvæði var ógilt og 6 auð. Verkfallið hefst 7. febrúar og stendur í þrjá daga. Það verður endurtekið 14. febrúar, einnig í þrjá daga og svo ótilgreint frá og með 21. febrúar hafi samningar þá enn ekki tekist.