AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kjarasamningur: Vinnustaðafundir og kynningar

Kynningarfundir um nýgerðan kjarasamning meðal almennra félagsmanna hefjast á morgun föstudag en í gærkvöld samþykkti samninganefnd félagsins að mæla með því við félagsmenn að þeir samþykki samninginn.

Vinnustaðir og hópar sem óska eftir kynningu fyrir utan meðfylgjandi fundarplan geta haft samband við næstu skrifstofu félagsins. Ennfremur verður opnuð ný undirsíða á heimasíðu félagsins á morgun þar sem settar verða inn allar upplýsingar um nýgerða samninga og kynningarefni sett fram og fréttir af kynningum. 

Á  fundi samninganefndar AFLs Starfsgreinafélags, er haldinn var á Hótel Héraði í gærkvöld og var vel sóttur, þó svo hluti samninganefndarinnar hafi setið fastur á Öxi, var fjallað um samning SGS við SA, samning Samiðnar við SA og samning LÍV við SA og var samþykkt samhljóða að mæla með samningnum við félagsmenn.

Kynningarfundir verða með eftirfarandi hætti:

Vegna samnings Verkamannadeildar AFLs / SGS við SA

Föstudagur 22. febrúar  Vopnafjörður      HB Grandi            kl. 12:00 
Föstudagur 22. febrúar Vopnafjörður Lónabraut 4 kl. 18:00
Laugardagur 23.febrúar  Reyðarfjörður Safnaðarheimilið  kl. 12:00
Mánudagur 25. febrúar Breiðdalsvík Fossvík kl. 10:00

Mánudagur 25. febrúar

Seyðisfjörður Brimberg

auglýst á staðnum

Mánudagur 25. febrúar Seyðisfirði Slysavarnarhúsið

kl. 20:00 

Þriðjudagur 26. febrúar Fjarðabyggð Vinnustaðir auglýst sér
Þriðjudagur 26. febrúar Neskaupstaður Síldarvinnslan auglýst á staðnum
Þriðjudagur 26. febrúar Neskaupstaður Egilsbúð kl. 20:00
Miðvikudagur 27.febrúar Egilsstaðir Vinnustaðafundir auglýst sér
Miðvikudagur 27.febrúar Egilsstaðir Gistihúsið  kl. 20:00
Laugardagur 1. mars Djúpivogur Vísir hf. kl. 14:30
Laugardagur 1. mars Djúpivogur Sambúð kl. 12:00
Laugardagur 1. mars Stöðvarfjörður Brekkan kl. 17:30
Mánudagur  3. mars Hornafjörður Vinnustaðafundir auglýst á staðnum
Mánudagur 3. mars Hornafjörður Húsi AFLs, Víkurbr. 4 kl. 20:00

Vegna samnings Iðnaðarmannadeildar AFLs / Samiðnar við SA

Mánudagur 25. febrúar Höfn KaffiHornið - súpufundur kl. 12:00
Mánudagur 25. febrúar Fjarðabyggð Brekkugata 9, Reyðarfirði kl. 20:00
Þriðjudagur 26. febrúar Neskaupstaður Egilsbúð - súpufundur

kl. 12:00 

Þriðjudagur 26. febrúar Egilsstaðir Skrifstofa AFLs - Miðvangi 2 - 4 kl. 20:00

Vegna samnings Verslunarmannadeildar AFLs / LÍV við SA

Þriðjudagur 4. mars Höfn Hús AFLs Víkurbraut 4 kl. 20:00