AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Starfsdagur starfsmanna grunnskóla á Austurlandi

12. september nk. gengst AFL Starfsgreinafélag fyrir starfsdegi starfsfólks grunnskóla á félagssvæðinu. Dagskrá hefst klukkan 10 og stendur til 16. Starfsdagurinn verður á Hótel Héraði, Egilsstöðum.

Grunnskólastarfsfólk í AFLi hittist um svipað leyti í fyrra á Breiðdalsvík og var gerður svo góður rómur að þeim atburði að ákveðið var að gera starfsdaginn að árvissum atburði - og halda hann á sama degi og kennarar skólanna á Austurlandi halda sitt árlega kennaraþing.

Skólastjórar grunnskólanna eru mjög jákvæðir í garð þessa starfs og hvöttu starfsmenn skólanna mjög í fyrra til að mæta og hafa boðið faglega aðstoð við undirbúning og framkvæmd dagsins.