AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Félagsmenn athugið

Vegna breytinga á tölvukerfum AFLs Starfsgreinafélags verða skrifstofur félagsins að verulegu leyti sambandslausar næstkomandi föstudag 28. september.  Reynt verður að halda símkerfi opnu eins lengi og hægt verður en búast má við að skrifstofur félagsins verði með öllu sambandslausar eftir hádegi á föstudag en að truflanir á tölvu-og símasambandi byrji strax um morguninn.

Starfsmenn verða við vinnu og með gsm síma - ath. númer starfsmanna eru á heimasíðu félagsins asa.is.
Félagsmenn sem þurfa að ganga frá íbúðaleigum og sækja leigusamninga vegna helgarinnar eru hvattir til að gera það sem fyrst því óvíst er hvort hægt verður að afgreiða samninga á föstudag.
Við vonum að þessar breytinga valdi sem minnstum óþægindum og að tölvu-og símkerfi félagsins verði komin í gott lag á mánudag.