AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kjörfundur um ALCOA samning

Rafræn kosning um nýgerðan kjarasamning AFLs og RSÍ við ALCOA Fjarðaál stendur nú yfir. Nokkrir félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags hafa lýst óánægju sinni með fyrirkomulag kosninganna - þ.e. að þær séu rafrænar og þeir félagsmenn sem ekki hafa aðgang að tölvu í vinnu eða á heimilum sínum hafa óskað eftir að greiða atkvæði með hefðbundnum hætti - þ.e. á kjörseðil. Vegna þessara óska hafa félögin ákveðið að opna kjörfund kl. 9 nk. mánudag á skrifstofu AFLs Starfsgreinafélags að Búðareyri 1, Reyðarfirði og stendur kjörfundur til hádegis miðvikudags 13. mars á skrifstofutíma AFLs.  Ennfremur verður unnt að koma til móts við óskir félagsmanna um afhendingu kjörseðla utan skrifstofu og skrifstofutíma berist óskir um það. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu AFLs að Búðareyri og þar verður einnig unnt að kæra sig inn á kjörskrá.