AFL starfsgreinafélag

Fundarferð formanns AFLs

braedslaEskifFormaður AFLs, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, leggur á miðvikudag í fundaferð um félagssvæði AFLs. Áformaðir eru tugir funda og heimsókna á vinnustaði auk almennra félagsfunda á flestum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Framkvæmdastjóri AFLs, Sverrir ALbertsson, verður frummælandi á fundunum ásamt Hjördísi.

Dagskrá fundanna er birt hér að neðan svo og fundarstaðir og tími.

Lesa meira

Breytingar á staðgreiðslu um áramót:

Skatthlutfall í staðgreiðslu hækkar úr 35,72% í 37,2%
Persónuaflsáttur hækkar úr 34.034 kr.í 42.205 kr.
Sjómannaafsláttur hækkar úr 874 kr. í 987 kr. á dag.
Frítekjumark barna fædd 1994 og síðar er óbreytt 6% af tekjum umfram 100.745
Tryggingagjald er óbreytt 5,34%

Lesa meira

Opið á Reyðarfirði

thumb_budareyri1Erum búin að koma okkur fyrir í nýju húsnæði að Búðareyri 1. Stundum kallað litli moli. Gengið er inn að austanverðu.

Opið á Reyðarfirði

Búðareyri, velja til að skoða fleiri myndirErum búin að koma okkur fyrir í nýju húsnæði að Búðareyri 1. Stundum kallaður litli molinn.  Gengið er inn að austanverðu. Þekkingarnet Austurlands og Starfsendurhæfing Austurlands verða einnig með skrifstofur í þessum hluta hússins.  Verið er að leggja lokahöndina á námsvers- og fundarsali í syðri hluta neðri hæðarinnar.  ÞNA og StarfA mun flytja sína starfsemi á Reyðarfirði í þann hluta á allra næstu dögum. 

Skrifstofa AFLs á Reyðarfirði lokuð næstu daga.

Búðareyri 1Verið er að taka í notkun nýtt húsnæði AFLs „Litla Molann“ þar sem saman mun fara í framtíðinni skrifstofa AFLs Starfsgreinafélags og námsver á vegum AFLs, Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnets Austurlands og fleiri aðila. Flutningar standa yfir þessa dagana og af þeim sökum þá verður skrifstofan á Reyðarfirði lokuð í dag mánudag og á morgun þriðjudag.

Félagsmönnum AFLs er bent á að hafa óhræddir samband við aðrar skrifstofur AFLs þessa daga. 

Þátttaka sjómanna AFLs góð

Lokið er talningu úr atkvæðagreiðslu aðildarfélaga SSÍ um kjarasamninginn sem gerður var 17. desember síðastliðinn milli SSÍ og LÍÚ.

Lesa meira