AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Séreignasparnaður: Engin ástæða til að hætta

AFL Starfsgreinafélag hefur verið í sambandi við sérfræðing Nýja Landsbankans í kjölfar fyrirspurna félagsmanna um áframhald séreignasparnaðar til banka. Samkvæmt upplýsingum sem félagið fékk er ekki ástæða til að hætta þátttöku í séreignasparnaði þó svo að ekki sé alveg ljóst á þessari stundu hvernig fer með þá reikninga sem fólk hefur haft í aðildarsjóðum séreignarsparnaðar. Félagið mun afla frekari upplýsinga í næstu viku.

Upplýsingar frá Alþýðusambandi Íslands

Hér til hægri á heimasíðu okkar eru tenglar inn á upplýsingapésa er lögfræðisvið Alþýðusambands Íslands hefur unnið síðustu daga. Þar er m.a. fjallað um uppsagnir, ákvæði laga og kjarasamninga við uppsagnarferil, hópuppsagnir og fleira. Þá er fjallað um ábyrgð á innistæðum og útskýrður munur á mismunandi tegundum innlánsreikninga.

Lesa meira

Trúnaðarráð AFLs boðað til fundar

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs Starfsgreinafélags, hefur boðað trúnaðarráð félagsins til fundar næstkomandi mánudag. Fundurinn hefst klukkan 18:00 og fer fram á Hótel Héraði á Egilsstöðum.

Á dagskrá eru efnahags-og kjaramál, kosning formanns kjörstjórnar, kjör samninganefndar félagsins og önnur mál.

Lesa meira

Ráðvillt og dofin þjóð!

Stjórn AFLs sat á fundi þegar Geir Haarde, forsætisráðherra ávarpaði þjóðina í dag. Stjórnarmenn setti hljóða. Ekki síst í ljósi þess að ekki hafði verið óskað samráðs við verkalýðshreyfinguna í aðdraganda þessarar ákvörðunar. En þrátt fyrir sambandsleysi milli ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins um helgina réttir ASÍ út höndina:

 Í ljósi þeirra alvarlegu atburða sem nú eiga sér stað í íslensku fjármálalífi tekur Alþýðusamband Íslands undir þær áherslur ríkisstjórnarinnar að hagur almennings og fyrirtækja verði tryggður eins vel og kostur er. Alþýðusambandið lýsir sig reiðubúið til samstarfs við ríkisvaldið til að varðveita almannahagsmuni á þessum erfiðu tímum. Nú ríður á að allir leggist á eitt til að fjármálalegum stöðugleika verði náð sem fyrst. Sjá vef ASÍ

Lesa meira

Skrifstofur lokaðar - starfsmenn stilla saman strengi

Skrifstofur félagsins verða lokaðar í dag vegna fundar starfsfólks. Svarað verður í síma 4700 300 til klukkan 16:00 í dag og verður Ragna Hreinsdóttir, verkefnisstjóri AFLs við símann. Annað starfsfólk mun koma saman í húsi félagsins á Djúpavogi.

 

Lesa meira

SGS: Formannafundi frestað

Fyrirhuguðum formannafundi Starfsgreinasambands Íslands, sem fram átti að fara á fimmtudag og föstudag á Egilsstöðum hefur verið frestað. Í tilkynningu frá SGS er ástæðan sögð vera að margir af "lykilmönnum" SGS eru uppteknir og er fundinum frestað fram yfir ársfund ASÍ og staðsetning hans flutt til Hafnarfjarðar.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi