AFL starfsgreinafélag

AFL Starfsgreinafélag ályktar um kjaramál

img_4019Kjaramálaráðstefna AFLs Starfsgreinafélags, verkamannadeildar, ályktaði í gær um kjaramál. Ályktunin fer hér á eftir en meðal atriða í henni má nefna að félagið hafnar upptöku evru sem lausn á núverandi vanda. Þá telur félagið eðlilegt að samningar renni sitt skeið í febrúar og að forsendur séu svo illa brostnar að það sé komið út fyrir verksvið forsendunefndar að reyna að lappa upp á þá. Sjá ályktunina í heild.

pdf Ályktun karamálaráðstefnu AFLs 20. sept. 2008 21/09/2008,10:57 138.55 Kb

Þokkaleg mæting á kjaramálaráðstefnu

img_4034Rösklega 50 félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags eru skráðir á Kjaramálaráðstefnu félagsins sem hefst klukkan fjögur í dag - en m.a. síldarfrysting setur strik í reikninginn hvað varðar mætingu - en frysting er í fullum gangi víða á félagssvæðinu. Á ráðstefnunni verður unnið að kjaramálaályktun félagsins og stefnumótun AFLs í kjaramálum næstu missera.

Lesa meira

Athugasemd við frétt!

Í tilefni fréttar ríkisútvarpsins í gær vill AFL Starfsgreinafélag taka fram eftirfarandi:

„Félög kljúfa sig úr SGS“ er villandi fyrirsögn og gefur til kynna ósætti innan Starfsgreinasambands Íslands og að AFL fari þar fyrir klofningsarmi. Slíkt er alrangt en það sem birt er í fréttinni er að öðru leyti rétt og rétt eftir framkvæmdastjóra félagsins haft.

Lesa meira

Fyrsti ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands

Aðalfundur Starfsendurhæfingar AusturlandsÍ dag var haldinn fyrsti ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands sem var formlega stofnuð 14. nóvember 2007. Alls njóta nú 30 einstaklingar þjónustu StarfA og á næstu vikum tekur til starfa hópur á vegum StarfA á Hornafirði. Erla Jónsdóttir er forstöðumaður Starfsendurhæfingar Austurlands.

Lesa meira

Samflot í sveitarfélagasamningunum?

Um 60 starfsmenn grunnskólanna á Austurlandi komu saman á Starfsdegi AFLs StarfsgrStarfsdagur Grunnskólastarfsmannaeinafélags á Egilsstöðum í dag. Í kjaramálaumræðum hópsins komu fram efasemdir um að félagið framseldi samningsumboð sitt og færi í samfloti við önnur félög í viðræður um endurnýjun á kjarasamningi við Launanefnd sveitarfélaga.  "Þjóðarsáttin" sem verið hefur í fréttum var til umræðu - en starfsmenn sveitarfélaga telja talsvert vanta upp á að laun þeirra hafi fylgt almennri launaþróun síðustu ára og vilja sjá það leiðrétt áður en þeir gangi inn í slíka "sátt".

Lesa meira

Starfsdagur grunnskólafólks - tvær skrifstofur lokaðar

Starfsdagur starfsmanna grunnskólanna á Austurlandi er í dag á Egilsstöðum. Meðal efnis er umfjöllun um persónuleg samskipti í umsjón Guðmundur Inga Sigurbjörnssonar, skólastjóra og Helga Steinsson, fjömenningarfulltrúi, fjallar um skólastarf í fjölmenningarlegu umhverfi.

Lesa meira

Þjóðarsátt - hvaða þjóðarsátt?

Frétt fjölmiðla um "þjóðarsátt" sem víðtæk samstaða ríki um innan verkalýðshreyfingarinnar virðist á veikum grunni byggð. Formaður AFLs, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, vildi í tilefni fréttaflutnings í dag láta koma fram að félagið hefur ekki verið aðili að neinum viðræðum um slíka þjóðarsátt og er AFL næststærsta félag innan Starfsgreinasambandins og hefur auk þess innan sinna vébanda deildir sjómanna, verslunarmanna og iðnaðarmanna.

Lesa meira